Í gær voru liðin þrjú ár frá setningu Alþingis 2011. Þá var almenningi að venju boðið upp á að grýta þingmenn og Dómkirkjuna að vild. Margir þáðu boðið og flestum fannst það í góðu lagi enda var nánast bara verið að kasta mjúkum hlutum og hættulausum í þingmennina. Það höfðu allir gaman af því.
Þennan sama dag klauf Dorrit Moussaieff þáverandi forsetafrú, sig frá píslargöngu þingmanna, prílaði yfir varnargirðingu lögreglunnar og gekk í raðir alþýðunnar á Austurvelli sem tók henni sem fullgildum jafningja sínum. Dorrit átti síðar eftir að launa þeim lambið gráa með því að skilja við eiginmann sinn til að komast undan auðlegðarskatti og leggja þannig sitt af mörkum við endurreisn landsins eftir Hrunið. Hefði þó örlítið brot af auði hennar örugglega orðið til að létta einhverjum sem stóð á Austurvelli þennan dag lífið sem og almenningi um land allt.
Síðan hefur lítið til alþýðuhetjunnar Dorritar spurst og eggin svífa ekki lengur um höfuð þingmanna á þingsetningardaginn.
Sem betur fer.