Ríkisstjórnin hefur góðan meirihluta á Alþingi, 38 þingmenn af 63. Það þýðir að stjórnin á afar auðvelt með að ná fram öllum sínum málum. Þessi góði meirihluti gefur þingmönnum líka ákveðið svigrúm til að viðra meinta óánægju sína með einstök mál. Það erum við að sjá núna, t.d. í afstöðu einstakra þingmanna til hækkunar á virðisaukaskatti á matvæli, lækkun á sykurskatti og til einstakra þátta fjárlagafrumvarpsins. Þannig geta stjórnarflokkarnir gefið allt að 6 þingmönnum frjálsar hendur til að tjá sig og jafnvel greiða atkvæði gegn vilja meirihlutans án þess þó að eiga það á hættu að málin nái ekki fram að ganga. Það er því lítið að marka það þó einstaka stjórnarþingmaður glenni sig á móti ríkisstjórninniaf og til.
Það er bara sýndarmennska og poppulismi.