Pólitísk stefna og áherslur flokka og stjórnmálamanna koma frekar fram í gerðum þeirra en orðum. Stundum fer þetta þó saman, en alls ekki alltaf.
Ríkisstjórn hægriflokkanna telur þróunarhjálp vera vinstri pólitík, gæluverkefni vinstri manna og því skar hún niður framlög til málaflokksins á fjárlögum yfirstandandi árs.
Sama ríkisstjórn lítur hins vegar réttilega á útgjöld til hernaðar sem hægripólitík og rennur því blóðið til skyldunnar þegar kallið kemur um að auka útgjöld til slíkra mála.
Að sama skapi var það vinstri pólitík að hækka skatta á auðmenn á síðasta kjörtímabili og hægri pólitík að afnema þá skatta núna, svo dæmi sé tekið.
Þetta er allt á sínum stað þó einhverjir efist um það.