Hægriflokkarnir hafa á einu ári lækkað veiðigjöld, afnumið auðlegðarskatt, lækkað tekjuskatt á hæstu tekjur, afþakkað meiri virðisaukaskatt af ferðaþjónustu, lækkað gjöld á áfengi og tóbaki og fleira í þessa veru. Vegna þessara aðgerða verða tekjur ríkissjóðs um 100 milljörðum lægri en þær hefðu annars orðið á næstu fjórum árum. Og þau boða enn frekari skattalækkanir.
Til að mæta þessum niðurskurði í tekjum ræða ráðherrar nú í alvöru um að skerða réttindi sjúklinga og „hækka hlutdeild sjúklinga“ í kostnaði við rekstur heilbrigðiskerfisins. Ríkið má ekki reka með halla.
Framúrkeyrsla er ekki liðin.
„Það þarf að vera agi í hernum“, sagði Josef Svejk.