Það er kraumandi ólga í stjórnarflokkunum vegna þeirrar andstöðu sem er að magnast upp í þjóðfélaginu gegn ríkisstjórninni. Forystumenn flokkanna reyna nú allt hvað þeir geta til að snúa samfélagsumræðunni sér í hag. Það mun þeim ekki takast með áframhaldandi stappi um ESB umsóknina og svikin loforð í þeim efnum. Þeim hefur heldur ekki gengið vel að fóta sig í fjölmiðlum um þau mál svo ekki sé meira sagt og þykja ótrúverðugir í málsvörninni.
Því er nú allt kapp lagt á að lagafrumvarpi eða frumvörpum um stóru millifærsluna verði hent inn í þingið sem fyrst, jafnvel innan nokkurra daga. Eins má búast við því að Bjarni Benediktsson sýni eitthvað á spilin fyrir laugardaginn í þeirri von að slá á boðuð mótmæli gegn ríkisstjórninni. Með því á að reyna að dreifa athyglinni frá ESB klúðrinu og fá almenning til að tala um annað í þeirri von að samfélagið róist.
En ef marka má hvíslið hafa efasemdir um það mál þó heldur aukist meðal þingmanna sjálfstæðisflokksins sem finnst mörgum að Flokkurinn hafi tekið nóg á sig í bili fyrir samstarfsflokkinn. Það mun nú vera lagt að þessum þingmönnum að sýna hollustu og trúnað við Flokkinn og hafa hægt um sig þegar frumvörpin koma fram.
Það munu víst ekki allir vera sáttir.
Ef marka má pólitíska hvíslið.
Comments
Kári Jónsson
6. mars 2014 - 21:26
Permalink
Ég óttast mest að þeir djöfli, auðlindar-ráns-frumvarpinu í gegn og VG og SF muni sitja hjá við afgreiðslu, svona til að vera sjálfu sér samkvæm, enda fyrsta tilraun að auðlindar-ráni reynt í meintri velferðar-stjórn VG og SF, það færi betur á því að þingmenn/konur í öllum flokkum gerðu sér grein fyrir þeim mannréttindarbrotum sem hafa verið framin, vegna kvóta-skrímslisins (atvinnufrelsið og jafnræðisreglan)og nú stendur almenningur frammi fyrir því að sjávar-auðlindin-sameiginlega, verður einka-vina-vædd. Það er mikilvægt að almenningur og þingmenn fyrrum og núverandi skilji að SKAÐABÓTASKYLDAN sem er innbyggð í nýju-lögin, (samningur við einokunar-útgerðina)er EKKI til staðar í núgildandi lögum um fiskveiðistjórn, Jón Bjarnason þáverandi sjávarútvegsráðherra tók rækju út úr kvóta-skrímslinu, ÞRammi varð æfur, reyndar K-Möller líka, en því máli var vísað frá dómi, vegna þess að auðlindin ER eign þjóðarinnar og engir samningar voru undirskrifaðir um nýtingarrétt. Þess vegna má samningarleiðin ALDREI verða að lögum. Jafnræði að nýtingarréttinum (uppboð) sem greiðist eftir sölu fisksins á íslenskum-fiskmarkaði, tryggir jafnræði ALLRA sem munu vinna í þessari mikilvægu atvinnugrein .