Landsbankinn hagnaðist um 28,8 milljarða á síðasta ári eftir skatta. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna aukins virðis útlána. Bankinn greiðir eigendum sínum 20 milljarða í arð vegna ársins 2013 en 10 milljarðar voru greiddir í arð vegna ársins á undan.
Íslenska ríkið á 98% í Landsbankanum og fær því arðgreiðslur í samræmi við eignarhlut sinn. Þetta hlýtur að koma þeim spánskt fyrir sjónir sem hafa tönglast á því að bankinn hafi verið einkavæddur af síðustu ríkisstjórn og það þyrfti að rannsaka alveg sérstaklega. Við hin hljótum öll að gleðjast yfir því að arðgreiðslurnar skuli renna í ríkissjóð en ekki til einkavina stjórnmálamanna eins og áður var. Sérstaklega ættu þeir þó að gleðjast sem gagnrýndu vinstristjórnina sem mest og nú halda um stjórnartaumana. Ráðstafanir fyrri stjórnar varðandi Landsbankann ættu að létta þeim lífið í ríkisfjármálunum.
Líklega verður þetta þó ekki svona til framtíðar enda er verið að undirbúa einkavæðingu Landsbankans – aftur.
Til hamingju með það!
Comments
Sverrir Hjaltason
5. mars 2014 - 5:40
Permalink
Helmingaskipti eru framundan í einkavæðingunni. Sagan segir okkur það.