Frosti Sigurjónsson, þingmaður framsóknarflokksins, hefur loksins útskýrt í hverju meint kosningasvik flokksins eru fólgin. Flokkurinn hafi nefnilega mismunandi kosningastefnu og lofað kjósendum einu og öðru eftir því með hvaða flokki eða flokkum framsókn færi í ríkisstjórn. Þannig hafi flokkurinn lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB EF framsókn færi í samstarf með flokkum sem vildu halda þeim áfram en annars ekki. Þetta var ástæðan fyrir því hvað framsóknarflokkurinn gat lofað miklu um allt og ekkert fyrir síðustu kosningar og líka hvers vegna hann þarf ekki að standa við loforðin. Hugmyndin með þessu var að framsóknarflokkurinn myndi aldrei svíkja nokkurn mann heldur miðuðust loforðin við vilja samstarfsflokksins, hver sem hann yrði og það myndi því alltaf verða sá flokkur sem sviki kjósendur en ekki framsókn.
Það gleymdist reynar að segja kjósendum frá þessu en það mun örugglega verða gert fyrir næstu kosningar. Þá leggur framsóknarflokkurinn líklega fram 12-15 kosningastefnur og jafnmarga ólíka loforðalista, allt eftir því hvaða valkostir gætu verið í myndun nýrrar ríkisstjórnar að mati flokksins.
Þessa nýju pólitísku nálgun kallar Frosti VARNAGLA.
Sem minnir mig á annað ...