Sagt var frá því í fréttum RÚV í gær að á næsta ári muni vaxtabætur skerðast hjá hjónum sem eru með meira en 580 þúsund í tekjur á mánuði og lækka í hlutfalli við hækkandi tekjur. Þetta er sami hópurinn og stóru millifærslunni er beint að eins og bent hefur verið á. Það hefur þegar komið fram að raunverulegt umfang millifærslunnar er innan við 60 mia.kr. þegar allt hefur verið talið til og mun fara til um þriðjungs íslenskra heimila. Lækkun vaxtabóta á þennan hóp mun síðan enn draga úr áhrifum aðgerðanna.
Það lítur því út fyrir að farin sé af stað risastór hringekja peningaflutninga frá einum stað til annars sem á endanum mun ekki hafa nein merkjanleg jákvæð áhrif á lífskjör almennings.
Skemmtanagildið er hins vegar ótvírætt fyrir þá sem hafa húmor fyrir töfrabrögðum sirkussins.