Geggjun

Vigdís Hauksdóttir er einn áhrifamesti þingmaður stjórnarflokkanna í dag, ef ekki sá áhrifamesti. Í dag réttlætir hún fjöldauppsagnir hjá opinberum starfsmönnum vegna gruns um að þeir hafi stutt vinstri stjórnina og séu líklegir vinstrimenn.
Áður hafði Vigdís hótað niðurskurði hjá fréttastofu RÚV af svipaðri ástæðu. Það var staðið við þá hótun.
Hótanir stjórnarflokkanna í garð opinberra starfsmanna eru alvarlegri en svo að hægt sé að taka þeim þegjandi og hljóðalaust. Í raun felst í orðum Vigdísar hótun um uppsagnir af pólitískum toga. Uppsagnir vegna gruns um pólitískar skoðanir opinberra starfsmanna. Hér er talað hreint út um pólitískar hreinsanir, útburð af vinnustöðum, skólum og heilbrigðisstofnunum, fjöldaatvinnuleysi og niðurbrot á starfsfólki og fjölskyldum vegna gruns um stuðning starfsfólks við aðra pólitíska flokka en hægriflokkana.
Grímulausara verður það ekki.