Formenn stjórnarflokkanna héldu því fram í sumar að afkoma ríkisins væri miklu mun verri en gert hefði verið ráð fyrir. Reyndar svo að þeir notuðu það sem afsökun fyrir auknum niðurskurði, m.a. í heilbrigðis- og menntamálum. Þvert á fullyrðingar þeirra er nú hins vegar komið í ljós að afkoma ríkisins á fyrri helmingi ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gjöld ríkissjóðs voru lægri en búist var við og tekjurnar hærri.
Þetta undirstrikar enn og aftur þann mikla viðsnúning sem hefur orðið í rekstri ríkisins frá Hruni og opinberar einnig um leið ósannindavaðal formanna hægriflokkanna.
Kannski dettur einhverjum fréttamanninum að spyrja þá út í þetta?