Ríkisstjórn Íslands vill frekar efla samstarf og samvinnu við Kína en þjóðir Evrópu. Á þessum heimum er þó talsverður munur. Íbúar Evrópu búa t.d. við lýðræði og mannréttindi, kjósa reglulegar til þings, velja sér nýja leiðtoga og hafa áhrif á samfélag sitt með margsvíslegum hætti. Íslendingar eigi mikil samskipti við þjóðir Evrópu, bæði viðskiptaleg og menningarleg. Kína er hvorki lýðræðis- né réttarríki í þeirri mynd sem við viljum kenna okkur við. Mannréttindi eru þar fótum troðin og fólk þar beitt órétti sem við munum vonandi aldrei taka okkur til fyrirmyndar. Samskipti okkar við Kína eru afar lítil á mælikvarða beggja þjóða.
Viðhorf ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum mótast af svo til takmarkalausri heift og andúð á þjóðum Evrópu.