Hrun reunion í Háskólanum

Mánudaginn 7. október mun Háskóli Íslands standa fyrir samkomu Hruninu til dýrðar. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður þar að sjálfsögðu í aðalhlutverki og honum til halds og trausts verða m.a. þau Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur (sjá hér) sem er öllum hnútum kunnug í myrkrakompum Valhallar og Dr. Eamonn Butler frá Adam Smith stofnuninni í London (sjá hér).
Rúsínan í pylsuendanum verður svo uppvakningarsamkoma að kvöldi sama dags þar sem (Dr.?) Davíð Oddsson mun rifja Hrunið upp fyrir þá sem hafa gleymt því eða sjá það röngu ljósi.
Hver hefði trúað þessu?