Vitleysingsgangur.

Forsætisráðherra Íslands kynnti erlendum fjárfestum efnahagsstefnu ríkisstjórnar sinnar og framtíðarsýn í útlöndum á dögunum. Eftir þá kynningu sagðist hann óska þess að þeir kæmu með peningana sína til að fjárfesta á Íslandi.
Þeir hlógu að honum.
Nú kemur sami forsætisráðherra fram í fjölmiðlum í heimalandi sínu og segir að erlend fjárfesting sé ekki beint æskileg enda sé þar nánast um að ræða erlenda skuldsetningu sem við þurfum ekki á að halda. Nær væri að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestinga svo þeir geti aftur farið í áhættubissness með lífeyri landsmanna. Líklega af því að það gekk svo vel hjá þeim síðast.
Þvílíkur vitleysingsgangur!
Og undir þessu sitja sjálfstæðismenn hljóðir og undrandi. Nema einn sem er hættur að færa orð sín í kurteisislegan búning þegar að ríkisstjórn framsóknarflokksins kemur.