Hvað sem það kostar ...

Á síðasta kjörtímabili var allur annar rekstur ríkisins látinn taka á sig helmingi meiri byrðar af Hruninu á móti heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Á yfirstandandi ári var í fyrsta sinn frá Hruni ekki dregið úr útgjöldum til Landspítalans, heldur þvert á móti var bætt í.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að nú verði jafn mikið skorið niður í heilbrigðiskerfinu og öðrum rekstri ríkisins. Þetta þýðir að ríkisstjórn hægriflokkanna fer í flatan niðurskurð í öllum rekstri ríkisins. Sem þýðir líka að ekki þarf að skera jafn mikið niður í rekstri og stjórnsýslu og annars hefði þurft að gera ef heilbrigðiskerfinu hefði verið hlíft. Þannig verður heilbrigðiskerfinu látið blæða svo hægt sé að hlífa öðrum rekstri, t.d. auknum útgjöldum vegna fjölgun ráðherra og ráðuneyta.
Kristján Þór Júlíusson segir einnig að vanda þurfi umræðuna um þessi mál. Í stjórnarandstöðu talaði hann hins vegar svona um þau sömu mál.
Kristján Þór Júlíusson studdi af heilum hug öll tekjurýrnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar í sumar upp á 20 milljarða króna. Þá peninga vildi hann ekki í heilbrigðiskerfið.
Hann vill frekar skera niður.
Jafnvel þótt þess þurfi ekki.
Til að þjóna hugmyndafræðinni.
Hvað sem það kostar.