Meiri samstaða um sjávarútveg en flestir halda

Stefán Gunnlaugsson, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, var með ágæta umfjöllun í skólanum sl. föstudag um reynsluna af veiðigjöldum í sjávarútvegi hér á landi. Stefán, sem þekkir málið vel mjög vel, fór yfir sögu veiðigjalds í sjávarútvegi og útlistaði vel ágalla sem upp hafa komið á því sem satt best að segja eru ekki mjög stórir eða erfiðir úrlausnar.
Fyrirlestur Stefáns vakti mig til umhugsunar um þann árangur sem náðst hefur í umræðunni um þessi mál á undanförnum árum. Við ræðum ekki lengur  hvort sjávarútvegurinn eigi að greiða auðlindagjald eða ekki. Um það eru, held ég, allir sammála. Umræðan snýst nú öðru fremur um útfærslur og tæknileg atriði við álagningu gjaldsins.

Ræða varaformanns Vinstri grænna á flokksráðsfundi í dag

Stjórnmálamenn leggja oft mikla áherslu á mikilvægi stöðugleika sem þurfi að varðveita og alls ekki ógna. Við heyrum þetta úr ákveðnum áttum í dag. Víst skiptir máli að stöðugleiki ríki í samfélaginu á sem flestum sviðum í þeirri merkingu að við þurfum ekki að óttast kollsteypur af einhverju tagi t.d. efnahagslegar, félagslegar, siðferðilegar eða pólitískar. Allur slíkur óstöðugleiki og óvissa hefur neikvæð áhrif á líf okkar til lengri og skemmri tíma.

Kristján Þór og góðu málin

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var að tala í sjónvarpinu um heilbrigðis- og velferðarmál í sjónvarpinu í kvöld. Hann talaði m.a. um að það væri verið að byggja ný hjúkrunarrými og þyrfti að gera meira af því. Um það erum við Kristján Þór sammála. En það höfum við ekki alltaf verið.
Á síðasta kjörtímabili lagðist hann gegn byggingu nýrra hjúkrunarrýma sem og flestum öðrum góðum málum.
En það var þá.
Nú hentar honum að tala með öðrum hætti.
​Sem er bara ágætt.

Mynd: Pressphoto.biz

Stórt mál sem verður að ræða vel

Fjármálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um jöfnun lífeyrisréttinda, þ.e. að réttindi opinberra launþega og launþega á almenna vinnumarkaðinum verði jöfn. Þetta er gert í kjölfar samkomulags á milli stéttarfélaga opinberra starfsmanna annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar. Að þessu hefur verið unnið í mörg ár og markmiðið sem slíkt gott. Í stuttu máli er það þannig að opinberir starfsmenn hafa haft tryggari lífeyrisréttindi en aðrir en á móti hafa laun þeirra verið lægri en annars. Til að jafna lífeyrisréttindi þeirra við réttindi annarra verða þeir því að afsala sér ákveðnum rétti gegn því að laun þeirra verði hækkuð til móts við skerðinguna auk þess sem lífeyristökualdur verður hækkað úr 65 í 67 ár. Þetta er auðvitað dálítil einföldun en í grófum dráttum samt svona.

Þvílík háðung! Þvílík skömm!

Það eru kannski reiknanlegar líkur á því að meirihluti fjárlaganefndar verði jafn illa skipaður aftur og hann er nú. En það er mjög ólíklegt að það geti gerst.

Hárrétt hjá félaga Kára!

Það má finna athyglisverða grein eftir Kára Stefánsson á visi.is um heilbrigðiskerfið, ekki síst Landspítalann. Í greininni (sem ég er að stærstum hluta sammála) segir Kári m.a.: „Það er líka athyglisvert að hungurvandi heilbrigðiskerfisins á ekki rætur sínar í hruninu. Hann byrjaði 2003 og minnkun á fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu sem hlutfall af landsframleiðslu var hraðari frá 2003 og fram að hruni en eftir hrun. Þetta gerðist á þeim tíma sem þjóðirnar í kringum okkur voru allar að auka fjárfestingu í heilbrigðiskerfum sínum. Hörmungarástand heilbrigðiskerfisins í dag er því ekki afleiðing hrunsins heldur pólitískrar ákvörðunar sem tekin var á Alþingi í miðju góðæri.“

Hvað þarf til að stoppa þetta fólk?

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, skrifaði sl. vetur grein um fjárhagsvanda skólans sem vakti mikla athygli. Í greininni segir m.a.: „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að svona getur þetta ekki gengið öllu lengur og þegar staðan er farin að bitna á námi nemenda finnst mér að þar með séum við komin algjörlega upp að vegg.“
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra hægriflokkanna, sagðist hafa skilning á stöðu skólans en lét að öður leyti ekki ná á sig né svaraði skólameistaranum um hvort til stæði að gera eitthvað í málinu.

Ólíkt hafast þær að frændþjóðirnar

Norskir fjölmiðlar eru duglegir að fjalla um Panamaskjölin og þess er krafist að menn axli ábyrgð á því að hafa falið fé sitt í erlendum skattaskjólum.
Á Íslandi velja kjósendur framsóknarflokksins heimsþekktan Tortóling til forystustarfa.
Ólíkt hafast þær að, frændþjóðirnar.

Ekki bara enn einn Vigdísar og Guðlaugsbrandarinn

Fimm þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa nánast borið landráð upp á fjölda fólks. Þar er um  sérfræðinga og embættismenn að ræða sem margir hverjir gegna enn embættum á vegum ríkisins og í stjórnarráði Íslands. Aðrir í öðrum ábyrgðarstörfum í samfélaginu. Tveir þeirra sem bornir hafa verið sökum hafa stigið fram og tjáð sig um ásakanirnar, Jóhannes Karl Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur.
En hvaða fólk er þetta sem fimmmenningarnir í fjárlaganefnd bera svo þungum sökum?

Látum þá axla ábyrgðina þann 29. október!

Sigurður Ingi Jóhannsson (framsókn), þáverandi atvinnuvegaráðherra, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (sjálfstæðisflokkur) skrifuðu undir nýjan búvörusamning við bændur í febrúar á þessu ári. Eftir að Sigurður Ingi tók að sér hlutverk forsætisráðherra kom það í hlut Gunnars Braga Sveinssonar, nýs atvinnuvegaráðherra (framsókn), að búa samninginn til þinglegrar meðferðar. Í þinginu var Jóni Gunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar (sjálfstæðisflokkurinn), falið að keyra málið í gegn sem hann gerði skammlaust. Það voru sem sagt tveir stjórnmálaflokkar sem komu að málinu fyrir hönd ríkisins, framsókn og sjálfstæðisflokkur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS