Svikin loforð fjármálafyrirtækja

Fyrir tæpu ári gerðu ríkisstjórnin, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir samkomulag um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem þar var samið um var að taka upp nýja tegund vaxtaniðurgreiðslu sem kom til greiðslu sl. sumar auk þess að þeirri hækkun sem varð á vaxtabótum var við lýði á árunum 2009 og 2010 yrði viðhaldið. Alls var gert ráð fyrir því að nýja vaxtaniðurgreiðslan næmi 6 milljörðum króna og yrði fjármögnuð af fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum í landinu.

Ruglaðir útlendingar

Simon Johnson, einn þeirra sem sat ráðstefnuna í Hörpunni á dögunum skrifar smá pistil á Bloomberg þar sem Ísland kemur örlítið við sögu. Þar fjallar hann m.a. um þá viðteknu venju stjórnvalda um alla veröld að kreista þá tekjulægstu og þá sem minnst mega sín til að greiða fyrir efnahagsleg afglöp stjórnmálamanna. Á þessu eru þó ánægjulegar undantekningar eins og hann bendir á:

„The only politician I’ve heard address this point directly is Iceland’s finance minister, Steingrimur Sigfusson. In a fiery speech at an International Monetary Fund conference in Reykjavik on Oct. 27, Sigfusson made it clear that he will do everything possible to protect Iceland’s lower-income population.

Finance Minister Sigfusson is a geologist, a former truck driver and a tough politician. His party is not implicated in the financial fiasco and he may get his way in terms of policy priorities. Most other finance ministers lack his clarity of thought on this issue. "

Skattahelvítið Ísland

Það er ekkert nýtt að orðræðan beri rökræðuna ofurliði. Um það vitna mörg sorgleg dæmi hér á landi, ekki síst í aðdraganda hrunsins, þar sem síbylja stjórnvalda um þeirra eigin ágæti og að Ísland væri mest og best á öllum sviðum, náði að kaffæra alla gagnrýna umræðu í samfélaginu. Afleiðingarnar þekkjum við öll.

Ég á í samskiptum við fjölda manns á hverjum degi starfs míns vegna. Fæ tugi og stundum hundruð tölvupósta yfir daginn, tek ótal símtöl, fæ margar heimsóknir og sit fleiri fundi en nokkrum manni er hollt að sitja. (Reyndar er ég þeirrar skoðunar að fundir séu almennt verulega ofmetið fyrirbæri – en það er önnur saga).

Því er haldið fram að fólk og fyrirtæki sé að flýja Ísland í stórum stíl vegna skattpíningar. Einn náungi sem ég fékk í heimsókn á skrifstofu mína í vikunni sagði Ísland vera skattahelvíti sem ekki lengur væri búandi á. Þessum fullyrðingum fylgja hinsvegar sjaldan nokkur rök. Hvert eru fyrirtæki að flýja undan sköttum á Íslandi? Hvert flýr launafólk undan meintri skattpíningu?

Skattar og skattsvik

Talsverð um ræða hefur verið um sk. svarta vinnu og skattsvik að undanförnu og þá í sambandi við niðurstöðu úr verkefninu „Leggur þú þitt af mörkum“ sem unnið var af Ríkisskattstjóra ASÍ og SA. Niðurstaða þess verkefnis er að þjóðfélagið sé að tapa gríðarlegum fjármunum á skattsvikum eða 13,8 milljörðum á ári og þá einungis hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verkefnið nær til.

Umræðan í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur verið sú að aukin svört vinna megi kenna háum sköttum hér á landi um. Ekkert bendir hinsvegar til þess og er þá nærtækast að vísa til þess að mestu undanskot frá skatti síðustu árin fyrir hrun voru til að forðast fjármagnstekjuskatt sem þó var þá aðeins 10% og það lægsta sem þekktist í viðmiðunarlöndum okkar. Skatthlutfall á þessum tíma var einnig lægra en nú gerist en þó voru skattsvikin mun umfangsmeiri á þessum árum en í dag.

Röng ákvörðun ofan í góðar fréttir

Í fjórða hefti  Peningamálum Seðlabankans sem komu út í dag er margt jákvætt að finna um stöðu efnahagsmála. Hagvöxtur er að mælast talsvert meiri en spáð hafði verið og öfugt við það sem áður var spáð er vægi fjárfestinga í auknum vexti meira en búst var við en einkaneyslu aftur á móti minni. Verðbólga er undir því sem spáð hafði verið og kaupmáttur aukist talsvert umfram áætlanir á árinu 2011. Að mati Seðlabankans er útlit fyrir næsta ár sömuleiðis betri en áður var ætlað sem er ekki síður mikilvægt og gæti haft jákvæð áhrif á vinnu við fjárlagafrumvarp næsta árs.  Atvinnuleysi er hinsvegar mikið og þrátt fyrir að það fari minnkandi þarf það að minnka enn hraðar og enn meira á næstu misserum.

Peningamál Seðlabankans vitna því til viðbótar öðru sem fram hefur komið um þessi mál á síðustu misserum um batnandi ástand og að við erum á réttri leið út úr vandanum sem fjármálaóstjórn síðustu áratuga færði okkur. Það er þó enn mikið verk óunnið og margir erfiðleikar enn sem sigrast þarf á.

Neyðarlögin héldu - en samt hrundi allt!

Þeir eru til sem haldið því fram að staðfesting Hæstaréttar á gildi neyðarlaganna beri vitni um mikla stjórnvisku þeirra sem stóðu að þeirri lagasetningu. Það er jafnvel gefið í skyn að neyðarlögin hafi bjargað Íslandi frá mikilli hneisu og staðfesting þeirra fyrir Hæstarétti jafngildi sýknudómi yfir Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Vissulega skiptir það miklu máli að lög standist mál og falli ekki í Hæstarétti eins og hvert annað sprek. Og auðvitað var það mikilvægt að neyðarlögin fengu jákvæða niðurstöðu í Hæstarétti.

En skoðum þetta samt aðeins betur.

Þrátt fyrir neyðarlögin gerðist eftirfarandi hér á Íslandi (langt því frá allt upp talið):

Formannsslagur - og þó ...

Menn velta nú vöngum fyrir því hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir muni bjóða sig fram til formanns sjálfstæðisflokksins. Hún mun væntanlega gefa það út þegar ljóst verður hverjir muni sitja landsfundinn fyrir hönd svæðisfélaga flokksins og fleiri sem eiga rétt á að senda fulltrúa á fundinn. Í rauninni skiptir þetta þó ekki öllu máli fyrir stöðu Bjarna Benediktssonar núverandi formanns, hann er þegar fallinn hvernig sem kosningin á landsfundinum fer. Spurningin er aðeins hvort það verður Hanna Birna sem tekur við af honum eða hvort leitin af nýjum leiðtoga (eins og það er kallað á þeim bænum) mun taka einhvern smá tíma í viðbót. Um það hefur Bjarni lítið að segja. Hans örlög eru ráðin.

Haukarnir í Flokknum virðist ekki þola þá breyttu og mildu ásýnd sem Bjarni hefur reynt að setja á sjálfstæðisflokkinn. Þeir vilja vígbúast, sjá Flokkinn sinn rísa aftur upp gráan fyrir járnum og til valda líkt og forðum.

Þar til drambið varð honum að falli.

Morgunblaðið - góðan daginn!

Leiðarhöfundur Morgunblaðsins heldur því fram að ríkisstjórnin stundi pólitískar hreinsanir og beiti Ríksútvarpinu fyrri sig í þeim erindagjörðum.

Nú eru rétt rúm tvö ár síðan Davíð Oddsson tók við starfi ritstjóra Morgunblaðsins. Þangað fór hann eftir að hafa sett Seðlabanka þjóðarinnar á hausinn. Markmiðið með ráðningu hans var að færa Morgunblaðið aftur um 30-40 ár í fréttamennsku. Örfáum dögum eftir að Davíð tók við ritstjórastarfinu hófust einar mestu pólitísku hreinsanir og ofsóknir sem átt hafa sér stað á íslenskum fjölmiðlum. Um það hefur síðan lítið verið fjallað.

Þannig tókst fyrrum formanni sjálfstæðisflokksins, fyrrum forsætisráðherra Flokksins, fyrrum borgarstjóra Flokksins og fyrrum Seðlabankastjóra Flokksins ætlunarverk sitt:

Að gera Moggann aftur að hreinu og ómenguðu pólitísku málgagni sjálfstæðisflokksins.

Foringjaræði?

Lilja Mósesdóttir vill leiða nýjan lista.

Foringjaræði?

Mismunandi sýn á fyrirmyndir

Ég fylgdist með ráðstefnunni í Hörpu í gær á netinu eins og svo margir aðrir. Nú eru glærur fyrirlesaranna komnar á netið líka og áhugavert að renna í gegnum þær.

Það er merkilegt að enginn þessara gesta hafi komið séð ástæðu til að minnast á hið nýja fyrirmyndarland Samtaka iðnaðarinas í ræðum sínum. Ég minnist þessi ekki að nokkur maður hafi haft það á orði að Ísland frekar en önnur lönd gætu lært eitthvað af því sem þar er að gerast. Þvert á móti vildu gestirnir í Hörpu meina að sú leið sem íslensk stjórnvöld hafa farið geta verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar (Can the lesson be applied elswhere?)

En íslenskir stjórnmálamenn hafa líka löngum haft aðra drauma í efnahagsmálum en sauðsvartur nóbelsverðlaunaalmúginn í Hörpunni.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS