Úbbs sí did itt agen!

Þegar fólkið í landinu vísaði Geir H Haarde og hans vanhæfu ríkisstjórn frá völdum undir lok janúarmánaðar 2009 var staðan svona:
 


 



  • Ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla

  • Vextir voru 18%

  • Verðbólgan var 20%

  • Gengi krónunnar hafði fallið um helming eða svo

  • Gjaldeyrir var af skornum skammti

  • Ísland var einangrað á erlendum lánamörkuðum

  • Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stjórnaði landinu

  • Bankakerfið var í molum

  • Eigið fé fyrirtækja í landinu var brunnið upp

  • Eignir íslenskra heimila voru að engu orðnar

  • Skuldir íslenskra heimili höfðu stór aukist

  • Alþjóðasamfélagið leit þannig á að Ísland væri á leiðinni í þrot

Hér vantar auðvitað mikið á að upptalningin sé fullnægjandi.
Endurreisn bankakerfisins var eitt af þeim stóru óleystu verkefnum sem ný ríkisstjórn fékk í hendurnar á þessum tíma. Þá stefndi í að ríkið sæti uppi með alla bankanna og þyrfti að leggja þeim til gríðarlegar fjárhæðir eða hátt í 400 milljarða króna. Sú upphæð slagar hátt í heildar árstekjur þjóðarinnar. Hefði það verið látið gerast eins og gæfulaus ríkisstjórn Geirs Haarde hafði hug á að gera, væri íslenska þjóðin í miklum vanda stödd og það til langframa. Sem betur fer var því afstýrt á síðustu stundu og í stað þess að ríkissjóður neyddist til að leggja bönkunum til 385 milljarða eins og stefndi í varð sú upphæð 250 milljörðum lægri. Þegar tekið hefur tillit til vaxtakostnaðar má ætla að íslenskum almenningi hafi verið hlíft við að taka á sig 46 milljarða kostnað á árunum 2009 og 2010 með aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það liggur því fyrir að íslenska ríkið, íslenskur almenningur slapp við að þurfa að bera kostnað upp á rétt tæpa 300 milljarða sem annars hefði fallið á þjóðina ef áform Geirs H. Haarde hefðu náð fram að ganga.
Það er svakaleg upphæð. Það má reka Landspítalann í 10 ár fyrir þá peninga. Það er 14-15 ára framlag til vegamála eins og þegar þau voru hæst á sínum tíma. Þetta er upphæð sem nemur u.þ.b. 100 ára aflaverðmæti þess skips í íslenska fiskipaflotanum sem skilaði mestum verðmætum að landi árið 2010 – brúttó.
Það var því meira en lítið skondið að heyra varaformann sjálfstæðisflokksins halda því opinberlega fram að þetta sé bara tóm lygi. „Því hefur verið haldið fram að við höfum verið að spara með þessu fleiri hundruð milljarða króna. - Í þessari skýrslu kemur hins vegar fram að sá sparnaður sem þar er á ferðinni er ekki fyrir hendi, bara hreint ekki,“ sagði varaformaðurinn í útvarpsþætti á Bylgjunni í gær.
Það var og.
Í ljósi þessa og þessa og þessa, má kannski segja að hið fornkveðna eigi vel við í þessu tilfelli.