Helvítis ríkisstjórnin

Hvergi á vestrænu bóli fór efnahagslífið jafn rækilega um koll eins og á Íslandi. Allar ríkisstjórnir og öll stjórnvöld frá þeim tíma hafa síðan verið að hamast við að koma landinu aftur á réttan kjöl og lágmarka skaðan sem hrunið olli íslenskum almenningi, fyrirtækjum og ríkisbúskapnum.
Í hvert skipti sem mikið liggur við og virkilega þarf að taka á, kemur þessi náungi hinsvegar alltaf hlaupandi upp á dekk og hrópar: HELVÍTIS RÍKISSTJÓRNIN.
Ætli einhver sé að hlusta á hann?