Frumsýning á heimildarmynd um Roðlaust og beinlaust

Í kvöld, fimmtudaginn 27. janúar, verður frumsýnd ný heimildarmynd um hina bráðskemmtilegu sjómannahljómsveit, Roðlaust og beinlaust, sem skipuð er áhöfninni á frystitogaranum Kleifaberg ÓF-2. Hljómsveitin sú hefur marga fjöruna sopið á tíu ára starfstíma sínum auk þess sem að gefa út nokkra bráðskemmtilega geisladiska með nýjum íslenskum sjómannalögum.
Ingvar Ágúst Þórisson, kvikmyndagerðarmaður, fylgdi hljómsveitinni eftir í nokkur ár, hér innanlands og erlendis sem og skrásetti hann hið daglega líf hljómsveitar meðlima um borð í togaranum.
Áður en sýning myndarinnar hefst mun hljómsveitin afhenda Slysavarnarskóla sjómanna afrakstur sölu síðasta geisladisks sveitarinnar en ágóði af sölu allra fjögurra geisladiska Roðlaust og beinlaust hefur runnið til starfsemi skólans og slysavarnarmála sjómanna.


Í stuttu máli: Heimildarmynd um Roðlaust og beinlaust verður sýnd í Bíó Paradís (gamli Regnboginn) fimmtudaginn 27. janúar kl. 20:00 (hefst reyndar kl. 19:30 með smá teiti og samsöng sem enginn ætti að missa af) og það er öllum boðið á frumsýninguna sem áhuga hafa á að sjá þessa skemmtilegu mynd.
Nánari upplýsingar um myndina má finna hér.