Gullkornin í Mogganum

Morgunblaðið er búið að vera í miklum ham síðustu vikurnar vegna innanflokksdeilna í þingflokki Vinstri grænna enda kannski ekki nema furða. Þar hefur hin ágæta blaðakona Agnes Bragadóttir farið fremst í flokki enda er hún mun vera þefvísari á leiðindi og öðrum fréttamönnum fremri á því sviði. Sagt er að hún geti stofnað til leiðinda ein í lokuðu herbergi en það eru nú örugglega ýkjur.
Á árinu 2010 birti Mogginn 28 fréttir eða „fréttaskýringar“ þar sem orðið „VG“ var í fyrirsögn. Agnes Bragadóttir skrifaði 14 „fréttaskýringar“ um VG þar sem fyrirsagnir voru allar mjög dramatískar og þannig samansettar að líkt væri eins og um stórfrétt væri að ræða, reyndar neikvæðum formerkjum. En skítt með það. Mogginn er auðvitað stjórnarandstöðublað, stýrt af fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, sem kom til blaðsins eftir að hafa stýrt Seðlabanka Íslands í fullkomið gjaldþrot sem aðalbanakstjóri veturinn 2009. Hafði reyndar áður komið þjóðinni allri til á kaldan efnahagslegan klaka til langs tíma. Sá hóf ritstjóraferlinn á því að hreinsa til á ritstjórn blaðsins, fjarlægja þá sem ekki þóttu efnilegir til að skrifa í það blað sem gera átti úr Mogganum, sem var að staðsetja blaðið á ysta væng hægristjórnmálanna. Þetta hefur tekist svo til fullkomlega og tæplega hægt að bæta um betur þó það sé stöðugt reynt.
En hér má sjá fyrirsagnir úr sk. „fréttaskýringum“ Agnesar Bragadóttur um Vinstri græn í Morgunblaðinu á ný liðnu ári:


·     “Mikill átakafundur”
·     “Átökin verða mest um ESB”
·     “Svikalogn komið á hjá VG”
·     “Búist við miklum átakafundi hjá VG”
·     “Vandræðagangur hjá VG”
·     “Mikil reiði innan VG”
·     “Gjá á milli VG og Samfylkingarinnar”
·     “Ófriðurinn í VG stigmagnast”
·     “Allt í klessu hjá VG” 


Það er erfitt að gera upp á milli gullkornanna í Mogganum – blaði allra landsmanna sem hefur margan sómamanninn alið!


Smá viðbót:
Eins og sjá má er Mogginn enn í stuði"