Endurómur úr fortíðinni

„Ég hef sjálfur ákveðnar hugmyndir. Ég hef lengi talað fyrir því að við eigum að innleiða og taka upp eitt þrep tekjuskatts.“
Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins.

Skattkerfið sem Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, talar hér fyrir hefur áður verið reynt með herfilegum afleiðingum. Það var í aðdraganda Hrunsins, flatt skattkerfi og eitt skattþrep. Það reyndist ekki vel og allra síst þegar raunverulega þurfti á því að halda. Skattatillögur Óla Björns eru endurómur úr fortíðinni, fortíð sem ég hélt satt best að segja að flest okkar hefðu lært eitthvað af.
Það eru augljóslega undantekningar á því.