Snjóboltinn rúllar af stað

Trond Giske, varaformanni Arbeiderpartiet í Noregi, var í gær vikið úr embætti vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Og það er meira í farvatninu (link is external) innan Arbeiderpartiet. Mál Giske  er jafnvel talið eiga eftir að leiða til þess að fleiri sambærileg mál komi upp í norskum stjórnmálum og innan annarra flokka. Snjóboltinn er rétt að byrja að rúlla af stað og safna utan á sig. Ekki er ástæða til að ætla annað en að sambærileg mál  muni koma upp innan stjórnmálaflokka á Íslandi innan skamms. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig tekið  verður á því innan flokkanna.