Lítil þjóð i vanda

Umræðan sem nú á sér stað um sterkt gengi krónunnar, afleiðingar þess og hugsanleg viðbrögð rammar vel inn þann vanda sem lítil þjóð í sínu eigin örhagkerfi með verðlausan gjaldmiðil á við að stríða. Vegna mikilla tekna í erlendri mynt sem rekja má til mikilla vinsælda Íslands sem ferðamannalands er gengi krónunnar svo sterkt að sá hluti atvinnulífsins sem aflar tekna í erlendum gjaldmiðlum riðar til falls. Þá er talið vænlegast að draga úr vinsældum landsins með því að bremsa af eina atvinnugrein svo annarri verði bjargað. Draga úr uppgangi ferðaþjónustunnar, hefta hana og gera henni erfitt fyrir svo bjarga megi sjávarútveginum. Fórna einni grein fyrir aðra.
Kannski kemur einhver með þá hugmynd að snúa þessu á hvolf, þ.e. að draga úr tekjum sjávarútvegsins til að liðka til fyrir áframhaldandi vexti ferðaþjónustunnar?
Það væri eftir öðru.

Mynd: Menn.is