Hver er stefnan?

Ég og við í Viðreisn höfum talað fyrir því að binda gengi krónunnar við ákveðinn gjaldmiðil og útgerðarfyrirtækin sækjast skiljanlega eftir því að gera sinn rekstur upp í erlendum gjaldmiðlum. Við getum til dæmis ímyndað okkur að ef gengið hefði verið fest fyrir um ári síðan þá væri þessi staða ef til vill ekki uppi á vinnumarkaði enda tekjutap sjómanna og útgerðar ekki jafn mikið og raun ber vitni.“
Benedikt Jóhannesson.  fjármálaráðherra.

Þetta er athyglisvert í meira lagi. Fjármálaráðherra er í raun að tala fyrir því að gengi krónunnar verði fest við „ákveðinn gjaldmiðil“ þ.e. að tekin verði upp fastgengisstefna á Íslandi. Þetta þýðir í raun að ríkið ákveði verðmæti gjaldmiðilsins hverju sinni. Ráðherrann gefur einnig í skyn að ef gengi krónunnar hefði verið fest „fyrir um ári síðan“ væri staðan á vinnumarkaðinum önnur og betri en hún er í dag. Stenst þetta skoðun?
Sjávarútvegurinn þekkir afleiðingar þeirra stefnu frá fyrri tíma og almenningur sömuleiðis. Mér vitanlega hefur ekki verið kallað sérstaklega eftir fastgengisstefnu af hálfu sjávarútvegsins,  annarra atvinnugreina eða úr samfélaginu almennt.
Allt um það.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra þurfa nú þegar að gera vel grein fyrir því hver raunveruleg stefna stjórnvalda er í gengis- og peningamálum almennt. Er forsætisráðherra, sem fer með stjórn efnahagsmála á Íslandi, sammála fjármálaráðherranum sínum hvað þetta varðar? Þessir þættir þurfa að vera á hreinu gagnvart almenningi og atvinnulífinu í landinu.
​Orð fjármálaráðherra þerfnast frekari skýringa.

 

 

Mynd: Pressphoto.is