Óboðlegt

  Ég hef ekki keyrt um á nagladekkjum í meira en 20 ár. Hef þó búið á snjóþungu svæði og þurft að ferðast um fjallvegi á veturna. Nagladekk eru óþörf að mínu mati og það sem verra er  eru þau skaðleg umhverfinu. Þau tæta upp malbikið svo að það liggur meira og minna laust í yfirborðinu, dreifist um undan akstri, skaðar fólk og veldur tjóni.
Í dag tjöruhreinsaði ég bílinn minn. Tjaran lak af honum eins og sjá má á myndunum. Dekkin voru svo þétt af tjöru og drullu að þau höfðu nánast ekkert grip. Þó var ekki nema vika liðin frá því að ég tjöruhreinsaði síðast. Þannig er ástandið á götum Akureyrarbæjar og sjálfsagt víðar um landið.
​Í sumar verður svo væntanlega malbikað ofan í skemmdir eins og svo oft áður.
​Þetta er óboðlegt.

Comments

Sverrir Hjaltason's picture

Tjöruvaðallinn er hliðarverkun af saltinu. Ef hætt yrði með saltið myndi síður þurfa á nöglum að halda og gripið í dekkjunum batna.