Dagur 2

Annar dagur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins var öllu rólegri en sá fyrsti en þó ekki alveg tíðindalaus.
​Hér koma nokkur dæm um það:

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra ítrekaði afstöðu sína um flugvöllinn í Reykjavík og jafnframt að til greina komi að svipta Reykjavíkurborg skipulagsvaldi.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra útilokaði að helsta stefnumál samstarfsflokka sjálfstæðisflokksins, kosning um ESB nái fram að ganga á kjörtímabilinu.
Sjálfstæðismenn í Árborg boðuðu til fundar til að mótmæla ráðherraskipan formanns flokksins sem þeir segja fráleita.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra lýsti yfir vonbrigðum með stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar fyrir hönd Viðreisnar.

Svo sjáum við til hvað morgundagurinn ber í skauti sér.