Hárrétt hjá Ólöfu Nordal

 „Mín óskaniðurstaða er bara þessi, að við náum starfhæfri og góðri ríkisstjórn sem getur tekist á við þessi verkefni, að halda stöðugleika í landinu og hefja uppbyggingu í innviðahlutum. Og þar erum við að sjálfsögðu að tala um heilbrigðismál, samgöngu- og ferðamál og slíka hluti.“

Þetta er hárrétt lína hjá Ólöfu Nordal. Stjórnmálamenn þurfa að einbeita sér að því að mynda ríkisstjórn um fá stór og mikilvæg verkefni. Annað má bíða að sinni. ​Það mun auðvelda myndun nýrrar stjórnar, gera störf hennar markvissari og síðast en ekki síst efla þingræðið.
Sá tími er liðinn að mynda þurfi ríkisstjórnir um öll mál stór og smá.