Sjálfstæðisflokkurinn á og sjálfstæðisflokkurinn má

Þetta viðtal við fyrrverandi ráðherra sjálfstæðisflokkinn lýsir dæmigerðu og gamaldags viðhorfi til stjórnmála.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í neinni aðstöðu til að velja sér samstarfsaðila frekar en aðrir flokkar. Vilji flokkurinn komast í ríkisstjórn þarf hann að semja við a.m.k. tvo aðra flokka um samstarf. Það er því ekkert um það að ræða að sjálfstæðisflokkurinn eigi að mynda stjórn með Vg eða öðrum rétt eins og um einfalda ákvörðun sé að ræða af hálfu formanns flokksins. Þær aðstæður eru einfaldlega ekki uppi í stjórnmálunum í dag að það sé í höndum einstakra flokka eða formanna að ákveða nokkuð í þessum efnum. Nú þurfa þeir sem vilja stjórna landinu að tala saman og ræða sig til lausna um pólitísk ágreiningsmál hvar í flokki sem þeir eru. Sem er bara fínt.
Það á ekki síst við um sjálfstæðisflokkinn.