DAC stefnan í heilbrigðismálum

Þrátt fyrir að stefna Bjartrar framtíðar í heilbrigðismálum sé almennt með félagslegri áherslum en stefna Viðreisnar og sjálfstæðisflokks falla megináherslur flokkanna vel saman.
Sjálfstæðisflokkurinn vill festa greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu enn frekar í sessi en dreifa henni með öðrum hætti en hingað til. Flokkurinn leggur eftir sem áður áherslu á fjölbreytt rekstrarform (einkavæðingu) og að auka samkeppnishæfni í velferðar- og heilbrigðisþjónustu og bjóða út starfsemi heilsugæslustöðvanna. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir einkafjármögnun á byggingu nýs Landspítala.
Viðreisn vill ekki afla aukinna tekna til að setja í velferðar- og heilbrigðismál heldur færa peninga úr öðrum rekstri. Flokkurinn vill að fólk greiði sanngjarnt (?) verð fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu þar sem tekið sé mið af greiðslugetu fólks. Viðreisn vill auka afkastagetu heilbrigðiskerfisins með fjölbreyttu rekstrarformi (einkavæðingu) og að ávallt sé miðað við að ná hámarksafkastagetu út úr kerfinu hverju sinni.
Björt framtíð vill viðhalda greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu en lágmarka hana. Flokkurinn leggur sömuleiðis áherslu á fjöbreytt rekstrarform í heilbrigðisþjónustu eins og hinir flokkarnar tveir og eru þeir allir opnir fyrir heilbrigðisþjónustu utan opinbera kerfisins sem efnafólk getur greitt sérstaklega fyrir.
​Í stuttu máli: Þeir þrír flokkar sem nú eru að mynda ríkisstjórn vilja viðhalda greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og allir tala þeir fyrir aukinni einkavæðingu.
Ekki lofar þetta góðu.