Rangur sigurvegari krýndur

Það er undarleg kenning að sjálfstæðisflokkurinn sé sigurvegari kosninganna þó hann hafi í ljósi aðstæðna fengið góða kosningu. Niðurstaða kosninganna á laugardaginn er reyndar ein af þeim verstu í sögu flokksins. Af þeim flokkum sem unnu á í kosningunum vann sjálfstæðisflokkurinn minnst, hvort sem litið er til hlutfallslegrar aukningar eða fjölda þingmanna. Að auki þá féll ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn getur því ekki gert nokkra kröfu um að leiða næstu ríkisstjórn með vísan til kosningaúrslita.
Kjósendur vilja það ekki.