Orð og athafnir Hönnu Birnu

 "Mér finnst ganga of hægt að breyta stjórnmálunum, mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök, mér finnst þau kalla á uppstillingar á svörtu og hvítu. Mér finnst þau ekki gefa mér tækifæri til að rækta það góða í mér.“
Hann Birna Kristjánsdóttir Vikulokin á RÚV 1.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur setið í rúm þrjú ár á Alþingi, fyrst sem innanríkisráðherra og síðan sem óbreyttur þingmaður. Hún lítur gjarnan á sig sem fórnarlamb aðstæðna sem hún ræður ekki við. ​En hvað hefur hún gert til að breyta stjórnmálunum? Hvernig nýtti hún aðstöðu sína til að breyta stjórnmálunum, gera þau nútímalegri eða til að draga úr átökum? Hvernig reyndi hún sem ráðherra að rækta það góða í sjálfri sér sem stjórnmálamaður?
Gerði hún það sem innanríkisráðherra?
Ég efast ekki um góðan vilja þeirra sem setjast á þing til að láta gott af sér leiða og vilja breyta stjórnmálum til batnaðar. Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtti ekki tækifærið sem hún fékk til þess þótt hún hafi án vafa haft hug á því þegar hún mætti fyrst til þings. Þvert á móti ástundaði hún gamaldags og staðin átakastjórnmál þegar hún gat gert annað.
Því miður.

Mynd: Pressphoto.biz