Örvænting Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, reynir allt hvað hann getur til að hindra að boðað verði til flokksþings í haust og þar með að koma í veg fyrir formannskosningar. Í þeim tilgangi m.a. fundaði hann í gærkvöldi ásamt aðstoðarmanni sínum á lokuðum fundi með völdum hópi framsóknarmanna á Húsavík. Hann er að reyna að koma í veg fyrir að kjördæmisráð framsóknar í NA-kjördæmi fari fram á að flokksþing verði kallað saman og sömuleiðis að óska eftir stuðningi Húsvíkinga til að leiða lista framsóknarmanna í kjördæminu í haust. Það mun víst ekki vera auðsótt.
Takist honum það hins vegar er ljóst að það mun hafa afleiðingar í för með sér innan framsóknarflokksins sem ekki sér fyrir endann á.