Stóra millifærslan í fullkomnu uppnámi

Í tilefni af því að nú er runnin upp sú stund sem skuldarar áttu að hafa fengið niðurstöðu útreikninga úr stóru millifærslunni er ástæða til að taka stöðu á málinu.

  1. Engir útreikningar liggja fyrir og óvíst hvort og þá hvenær það muni geta gerst.
  2. Ekkert samkomulag er á milli ríkisins og fjármálafyrirtækja og stofnana um aðferðafræðina við að greiða þeim upp í útlán þeirra.
  3. Ríkisstjórnin hefur lagt fram nýtt lagafrumvarp sem felur í sér víðtækari forgang fjármálastofnana í millifærsluna en áður en kemur að því að greiða niður höfuðstól lánanna.
  4. Engar tekjur hafa enn innheimst til að greiða inn á fasteignaútlán fjármálastofnana og óvíst um hvort eða hvenær það muni gerast.
  5. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er með málið til skoðunar hjá sér sem gæti haft mikil áhrif á niðurstöðu þess.

Málið er sem sagt í fullkomnu uppnámi hvernig og hvaðan sem á það er litið sem er ekki svo lítið afrek miðað við hvað þetta þótti allt einfalt í aðdraganda kosninga.
Pizzan er orðin köld.