Rústumessu!

„Rústum fjárlagafrumvarpinu“! Þetta öskraði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi  þingmaður stjórnarandstöðunnar, og steytti hnefann á fundum í kjördæmi sínu haustið 2010. Ástæðan var sú stefna sem fram kom í frumvarpinu um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu og ekki síst sameining og styrking sjúkrastofnana um landið. Þessi óp ráðherrans núverandi voru einkennandi fyrir afstöðu stjórnarandstöðunnar á þeim tíma til allra mála, þ.e. að leggjast gegn öllu og rústa allt.
Nú er Kristján Þór ráðherra yfir málaflokknum. Og gerir hvað? Jú, sameinar sjúkrastofnanir, gjörbreytir formi á rekstri heilsugæslustöðva og er við það að leggja Landspítalann í rúst.
En nú er Stjáni blái hættur að öskra og steyta hnefann. Hættur að vera reiður og leggur ekki lengur til að rústa fjárlagafrumvörp .
Hann er upptekinn við annað.