Pólitískt smámenni

„Við höfum ekki látið það hafa áhrif á samskipti okkar við Bandaríkjamenn að þar sé margt athugavert á seyði. Samanber t.d. dauðarefsingar og meðferð á stríðsföngum. Þeir hafa á síðastliðnum tveimur árum drepið fleiri en 60 dæmda glæpamenn og hafa lögleitt dauðarefsingu. Þetta höfum við ekki látið hafa áhrif á samskipti við þá.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, á RÚV í gær.
Bjarni leggur dauðarefsingar og ómanneskjulega meðferð á fólki að jöfnu við hvalveiðar. Þess vegna vill hann gera díl við vini okkar í vestri um að þeir láti okkur í friði við að veiða hval og á móti horfi stórveldið Ísland fram hjá aftökum og pyntingum í Bandaríkjunum.
Hann er pólitískt smámenni hann Bjarni litli Benediktsson.

Comments

Torfi Stefánsson's picture

Ertu að verða vitlaus fíflið þitt? Þér, og vinstri stjórninni, hefði verið nær að gangrýna helvítis Kanann fyrir framferði sitt, í stað niðurlægjuháttarins sem hún sýndi alla sína stjórnartíð - og þú núna!

Kjartan Örn Kjartansson's picture

Þetta er bara ekki boðlegt

 

Elías Halldór Ágústsson's picture

Ég skil orð Bjarna meira eins og að hann sé þarna að orða reglu í samskiptum þjóða sem hann telur þá Bandaríkjamenn vera að brjóta.