Óforbetranlegir lygarar?

Forsætisráðherra segir Frosta Sigurjónsson vera óhefðbundinn þingmann í þeirri merkingu að aðrir þingmen ljúga ekki jafn mikið og Frosti gerir. Ráðherrann er líka þeirrar skoðunar að þingmenn sem gagnrýna Frosta eigi að segja af sér.
En er Frosti Sigurjónsson svo óhefðbundinn þegar betur er að gáð? Hversu hefðbundinn er forsætisráðherrann sjálfur í þessu samhengi?
Hér segir ráðherrann að viðræður standi yfir við kröfuhafa í þrotabú íslensku bankanna. Hér segir ráðherrann hins vegar að það standi ekki til að ræða við kröfuhafana um eitt eða neitt.
Hér lýsir ráðherrann því hvernig samningaviðræður við kröfuhafa eigi að skila peningum til að greiða niður húsnæðisskuldir Íslendinga. Ekkert slíkt hefur gerst, heldur stendur til að millifæra skatttekjur til tekjuhæstu heimila landsins í þessum tilgangi.
Hér segir ráðherrann að áætlun um losun gjaldeyrishaftanna verði kynnt í september 2013 og það muni ekki taka langan tíma að klára verkið. Hér segir hann hins vegar frá því að þetta muni bæði taka stuttan tíma og langan (!).
Hér segir ráðherrann frá því hvað það er einfalt að afnema verðtryggingu á lánum og framsóknarflokkurinn muni ekki taka sæti í ríkisstjórn sem ekki afnemi verðtrygginguna. Ekkert slíkt er að gerast, þvert á móti stendur til að ráðast í aðgerðir sem takmarka aðgengi almennings að lánsfé, sérstaklega þeirra tekjuminni.
Það er af nógu að taka í þessum efnum þessu til viðbótar.
Það getur verið að forsætisráðherra finnist Frosti Sigurjónsson vera óhefðbundinn þingmaður vegna ósannsögli sinnar. En það er ráðherrann líka.
Þeir líta báðir út eins og óforbetranlegir lygarar.

 

Comments

Sveinn Hansson's picture

Lygarar eru þetta og verða alltaf.